Gistihúsið ÁlftröðGistihúsið Álftröð

Bjart og rúmgott gistiheimili skammt frá bænum Álfsstöðum, miðsvæðis á Suðurlandi. Frábær staðsetning til skoðunarferða um sunnanvert landið þar sem eru heimskunnar náttúruperlur eins og Gullfoss, Geysir og Landmannalaugar. Herbergi með sérbaðhergi og morgunverður í boði. Hentar jafnframt vel til gistingar fyrir hestamenn þar sem til reiðu eru beitarhólf og hestagerði. Hleðslustöð fyrir rafbíla. 

Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Hreint og öruggt

Gistiaðstaða

8x2 manna herbergi og 1 fjölskylduherbergi (tvíbreitt rúm og koja), öll með sérbaðherbergi. Eitt herbergi er með aðgengi fyrir fatlaða. Verönd og heitur pottur. Setustofa með sjónvarpi og upplýsingaritum fyrir ferðafólk. Hleðslustöð fyrir rafbíla. Hægt að heilsa upp á heimilishestana.

 
Matur/veitingar

Morgunverður er alltaf innifalinn í verði. Bar, kvöldverður í boði.

 
Þjónusta/afþreying

Í Álftröð er vel séð fyrir hestamönnum og þeir hafa aðgang að nátthaga fyrir hesta sína, beitarhólfum með rafmagnsgirðingu og hestagerði. Á tveimur stöðum í nágrenni við Álftröð eru í boði hestaferðir fyrir byrjendur og lengra komna, í Vorsabæ II (3 km) og hjá Hestakránni (5 km). Þá geta gestir heilsað upp á heimilishestana.

Skemmtilegar gönguleiðir upp á fjallið Vörðufell, ofan við gistiheimilið. Ýmis þjónusta í boði fyrir ferðamenn á Suðurlandi, jeppferðir upp á hálendið, jöklaferðir og flúðasiglingar svo eitthvað sé nefnt. Næstu sundlaugar eru í Brautarholti (5 km), í Reykholti (22 km) og á Selfossi (33 km). Golfvellir á Flúðum (20 km) og hjá Selfossi (33 km). Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, sundlaug og ýmissi almennri þjónustu við ferðamenn er Selfoss (30 km).

 
Geysir og Gullfoss, Seljalandsfoss, Skógafoss

Frá Álftröð liggja vegir til allra átta um undirlendi Suðurlands og upp á hálendið ofan byggðarinnar þar sem er að finna einstæðar náttúruperlur eins og Landmannalaugar (112 km). Hjá Geysi í Haukadal (45 km) er kunnasta hverasvæði landsins þar sem Strokkur, öflugur goshver, gýs á 10 til 15 mín. fresti. 10 km frá Geysi er frægasti og að því er flestir telja fegursti foss á Íslandi, Gullfoss. Frá Álftröð er þægileg dagsferð í austurátt með stefnu á Eyjafjallajökul þar sem bíða ferðamannsins náttúruperlur eins og Seljalandsfoss og Skógafoss.

 
Þjórsárdalur, þjóðveldisbær, Hjálparfoss

Þjórsárdalur (37 km) er við jaðar miðhálendisins, skammt frá rótum eld¬fjallsins Heklu, fallegt svæði þar sem mætast miklar andstæður, gróðurlítið land, kjarrbreiður og grænar gróðurvinjar. Í dalnum, sem lagðist í eyði í Heklugosi árið 1104, má m.a. sjá endurgerð af bæ frá þjóðveldisöld. Hér er sannkölluð paradís fyrir göngufólk og náttúruunnendur og skammt frá veginum um dalinn er hrífandi fallegur foss, Hjálparfoss. Upp úr dalnum má aka áleiðis inn á hálendið eftir ágætum vegi með bundnu slitlagi sem hefur verið lagður í tengslum við virkjanir í jökulfljótinu Þjórsá.

 
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (62 km) er undurfagur og ógleymanlegur staður við norðurenda Þingvallavatns, stærsta stöðuvatns á Íslandi. Hér var hið forna Alþingi stofnað árið 930, kristni lögtekin árið 1.000 og íslenska lýðveldið formlega stofnað 17. júní 1944. Þingvellir eru því nánast helgur staður í huga margra Íslendinga. Þeir eru einnig merkur staður í heimi jarðfræðinnar því að að hér má sjá á þurru landi skilin milli Ameríku- og Evrasíuflekans. Margar merktar gönguleiðir. Í gestastofu þjóðgarðsins er margmiðlunarsýning um sögu og náttúru Þingvalla (opin daglega allt árið 09:00-17:00). Þar einnig minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð.

 
Gestgjafar: Bára

 

í nágrenni