Í fótspor álfanna - Borgarfjörður EystriÍ fótspor álfanna - Borgarfjörður Eystri

Borgarfjörður Eystri er sannkölluð paradís göngugarpa. Í þessari 5 daga ferð er gengið um Víknaslóðir og upp í hina einstöku Stórurð. Eftir góða göngu er gott að slaka á og njóta friðsældarinnar í heitum potti og gufubaði í Musteri Spa. Gist er í herbergjum með uppbúnum rúmum og sér baðherbergi á Gistiheimilinu Álfheimum. Kokkarnir þar sjá til þess að allir séu vel nærðir frá morgni til kvölds. Sunnudaga frá 1. júní til 22. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:152.700 kr.
hver einst.
Senda fyrirspurn

Borgarfjörður Eystri

Ferðast er daglega frá Gistiheimilinu Álfheimum í Bakkagerði, Borgarfirði Eystri. Svæðið í kringum fjörðinn er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og frábærar gönguleiðir, en er ennþá ósnert af fjöldaferðamennsku. Þetta einangraða svæði er talið vera mikið búsvæði álfa. Álfaborg er klettaborg rétt utan við þorpið þar sem talið er að drottning álfa búi og minnir helst á virki þaðan sem drottningin hefur góða yfirsýn yfir konungsdæmið...

Hápunktar

 • Hinir magnþrungnu Austfirðir
 • Gengið eftir fornum leiðum í ósnortinni náttúru
 • Mikið fugla- og dýralíf
 • Dagsferð um náttúruundur Mývatnssvæðisins
 • Innsýn í íslenska þjóðtrú
 • Góður matur

Erfiðleikastig

 • 3 af 5 mögulegum
 • 11 - 16 km ganga á göngudögum
 • Hækkun að 700 m

Innifalið

 • Akstur til og frá Egilsstöðum og allur akstur samkvæmt leiðarlýsingu
 • Gisting í tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi
 • Fullt fæði á veitingastað Gistiheimilisins Álfheima
 • Aðgangur að söfnum og bæjarrölt með leiðsögn um Bakkagerði
 • Gönguferðir með leiðsögn
 • Dagsferð til Mývatns, Dettifoss, Kröflu og í Jarðböðin við Mývatn

Leiðarlýsing

Gestrisni og góður matur einkenna þessa ferð um Borgarfjörð Eystri og nágrenni.
Í pásum má dunda sér við fuglaskoðun og hliðargötur munu leiða okkur í yfirgefnar víkur sem segja sögur um liðna tíma.

 

Dagur 1 - Sunnudagur | Borgarfjörður

Ganga: Lagt af stað kl. 12:00 inn Borgarfjörðinn. Ganga í léttari kantinum, um 12 km ganga og 400 m hækkun.
 
Þeir sem taka flug frá Reykjavík til Egilsstaða lenda um morguninn. Klukkustundar akstur til Borgarfjarðar Eystri þar sem gist verður á Gistiheimilinu Álfheimum næstu 5 nætur.
 
Við byrjum daginn á 3 klst. göngu í þorpinu með viðkomu hjá gömlum torfbæ, tónleikahúsi, fiskvinnslunni, steinasafni og mörgum öðrum áhugaverðum stöðum sem á vegi okkar verða. Eftir léttan hádegisverð fylgjum við eftir ómerktum slóðum um dalinn inn af Borgarfirði. Frá þorpinu göngum við kindaslóða til Dimmadals og Jökuldals til að skoða í návígi stórbrotið landslagið undir Dyrfjöllum. Gengið er um álfabyggðina í Lobbuhrauni og heimili álfa heimsótt í Dimmadal. Við komuna til baka í Bakkagerði göngum við í gegnum þorpið áleiðis til heimilis álfadrottningar í Álfaborg.
 
Gisting í Gistiheimilinu Álfheimum.

Hike along Dyrfjöll (the Door Mountains)

Dagur 2 - Mánudagur | Frá Stapavík til Njarðvíkur

Ganga: 11 km ganga og 415 m hækkun. 
 
Keyrum í um 15 mínútur frá Borgarfirði og stoppum hjá bænum Unaós við Héraðsflóa. Göngum af stað og fylgjum eftir Selfljóti á leið til strandar og að Stapavík, þar sem fyrrum var verslunarhöfn. Frá Stapavík göngum við fremur auðvelda leið um Gönguskörð, að mestu eftir gömlum reiðvegi. Í um 1000 ár var þetta þjóðleið milli Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, allt þar til vegurinn yfir Vatnskarð var kláraður árið 1955. Hópurinn er sóttur við bæinn í Njarðvík og ekið til baka til Borgarfjarðar. 
 
Gisting í Gistiheimilinu Álfheimum.

Borgarfjörður eystri

Dagur 3 - Þriðjudagur | Best geymda leyndarmál Austurlands: Stórurð

Ganga: Frekar erfið ganga þar sem mikið er um laust grjót og skriður á um 15% leiðarinnar. 16 km ganga og 500 m hækkun.
 
Ganga dagsins byrjar í Vatnskarði (431 m) þaðan sem gengið er upp og yfir Geldingafjall (640 m) og síðan haldið áfram lengra inn í landið vestan við Súlur. Við njótum stórkostlegs útsýnis yfir Njarðvík, Fljótsdalshérað, svartar strendur Héraðsflóa og jafnvel alla leið til Vatnajökuls og Snæfells. Áfram höldum við niður á við og inn í Stórurð, hrikalega grjótruðninga sem um rennur lítil á. Á milli stórra grjóthnullunganna eru fagrar tjarnir fylltar af ísköldu grænbláu vatni, margar hverjar með flötum grasigrónum bökkum. Þegar við náum að slíta okkur frá þessum leyndardómsfulla stað höfum við val um að ganga meðfram Dyrfjöllum eða taka auðaveldari leiðinni niður dalinn fyrir neðan Rjúpnafell.
 
Gisting í Gistiheimilinu Álfheimum.

Stórurð

Dagur 4 - Miðvikudagur | Breiðavík

Ganga: 15 km auðveld ganga og 400 m hækkun.
 
Ekið inn í Afrétt og þaðan göngum við auðvelda leið yfir mýrar og mela, þar á meðal ljósbrúngult líparít umhverfis Urðarhólavatn, og áfram hjá Gæsavötnum og Víknaheiði, áður en við komum í Breiðuvík. Sjá má ótrúlegan fjölda lita í líparítfjöllunum á leiðinni. Eftir stutt stopp innan um rekaviðinn á svörtum sandinum í Breiðavík göngum við upp á hrygginn á Gagnheiði (479 m), þar sem er útsýnisskífa og fagurt útsýni til allra átta. Eftir viðburðaríkan dag snúum við til baka til Bakkagerðis með hin fjölmörgu stórfenglegu fjöll sem umlykja Borgarfjörðinn fyrir augunum.
 
Gisting í Gistiheimilinu Álfheimum.

On the way to Breiðavík

Dagur 5 - Fimmtudagur | Brúnavík

Ganga: 16 km ganga og 700 m hækkun.
 
Við byrjum daginn á því að aka út að smábátahöfninni í Borgarfirði, Hafnarhólma, sem hlotið hefur alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Bláfánann. Þar heimsækjum við lunda og aðra fugla sem gera sér hreiður í hólmanum og þar í kring. Þaðan er svo gengið frá ströndinni upp grónar fjallaskriður yfir Brúnavíkurskarð (345 m) og niður í Brúnuvík. Í Brúnuvík njótum við þess að hvíla okkur og hlusta á öldurnar skella á sérlega litfagri ströndinni. Tökum af okkur skónna og vöðum yfir lítinn læk og höldum svo áfram berfætt eftir ströndinni. Á leiðinni til baka förum við yfir Hofstrandarskarð (321 m) og göngum eftir hinu litríka Helgárgili áleiðis til Bakkagerðis.
 
Gisting í Gistiheimilinu Álfheimum.

Hiking in Brúnavík

Dagur 6 - Föstudagur | Mývatn og nágrenni

Ganga: Samtals 5 klst. akstur, auðveld 4 klst. ganga.
 
Eftir staðgóðan morgunverð kveðjum við Borgarfjörðinn og heimamenn þar. Við keyrum til Mývatns, með viðkomu á Möðrudal á Fjöllum. Áður en komið er að Mývatni er stoppað við Dettifoss og gengið um rjúkandi hraunið við Leirhnjúk, þar sem síðast gaus í Kröflueldum fyrir 30 árum síðan. Frá Leirhnjúki keyrum við að Hverum austan við Námafjall þar sem sjá má sjóðandi leirhveri og gufu rjúka upp af jörðinni. Áfram höldum við að Mývatni og njótum þess að slaka á í Jarðböðunum og þiggjum þar veitingar. Að lokum keyrum við til baka til Egilsstaða til þess að ná kvöldflugi til Reykjavíkur eða halda áfram ferðalagi okkar á eigin vegum.

Nature Baths

Ferðalýsing

Verð

152.700 kr. á mann í tveggja manna herbergi
29.500 kr. aukalega fyrir eins manns herbergi

Stærð hópa: Lágmark 2 - hámark 14.
Aldur: Lágmark 12 ára.

Brottfarir

Sunnudaga frá 1. júní til 22. september.

Erfiðleikastig

Göngurnar eru miðlungserfiðar, svo hver sem getur farið í 3-4 klst röska göngu getur komið með í þessa ferð. Hins vegar er mælt með því að æfa sig og byggja upp þol í a.m.k. 1-2 vikur fyrir brottför, t.d. með því að ganga rösklega í 1-2 klst, 3-4 sinnum í viku.

 

In the area