Á Fuglaslóðum - 3 næturÁ Fuglaslóðum - 3 nætur

Heimsækið sum af bestu fuglaskoðunarsvæðum Íslands með staðkunnugum leiðsögumönnum sem hafa góða þekkingu á fuglum og landafræði svæðisins. Í kringum Mývatn er mikið og fjölbreytt fuglalíf, þar á meðal fjöldi andartegunda og frá Húsavík er siglt að eyjum Skjálfanda og kíkt á lundabyggð. 
Í boði vikulega frá 15. maí til 10. ágúst. 

Veldu dagsetningar
Frá:100.000 kr.
hver einst.
Senda fyrirspurn

Hápunktar

 • Heimsókn í æðarvarp
 • Fjölbreytt dýralíf og náttúra Mývatns
 • Heimsókn í Fuglasafn Sigurgeirs - eitt mesta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi
 • Sigling frá Húsavík

Valkvætt

 • Heimsókn í Hvalasafnið á Húsavík

Innifalið

 • Gisting í 3 nætur á Hótel Rauðuskriðu eða Gistiheimilinu Björgum
 • Gisting í herbergjum með eða án sér baðs
 • Dagsferð um Mývatn með áherslu á fuglaskoðun (nestið innifalið)
 • Sigling út í Flatey á Skjálfanda með Gentle Giants frá Húsavík
 • Aðgangur að Fuglasafni Sigurgeirs og hálfur dagur í fuglaskýli
 • Ferð með leiðsögn um æðarvarpið við Björg

Leiðarlýsing

Dagur 1 - Fimmtudagur |  Koma - æðarvarp

Komið ykkur fyrir á gististað: Hótel Rauðuskriðu, fallegu sveitahóteli í hinum friðsæla Aðaldal, eða Gistiheimilinu Björgum, hefðbundnum sveitabæ í stórbrotnu umhverfi.

Um kvöldið verður gönguferð með leiðsögn um æðarvarpið við Björg og kíkt á fuglalífið í sjávarhömrunum. Hægt er að komast mjög nálægt æðarfuglinum og munum við fræðast um það hvernig fuglinn nýtur góðs af verndinni sem bændurnir veita varpinu. Við munum einnig sjá hið fjölskrúðuga fuglalíf sem býr í sjávarhömrunum, þar sem hægt er að sjá allt að 50-60 mismunandi tegundir sjófugla, anda og vaðfugla. Ferðin tekur um 3 klst.

Gisting á Hótel Rauðuskriðu eða Gistiheimilinu Björgum.

Hotel Rauðaskriða

Dagur 2 - Föstudagur |  Mývatn - dagsferð

Dagsferð með leiðsögn um Mývatn með viðkomu á stöðum sem eru sérstaklega hentugir til fuglaskoðunar. Ferðin byrjar um morguninn við Fuglasafn Sigurgeirs, hugsanlega stærsta einkasafn uppstoppaðra fugla á Íslandi þar sem finna má alla íslenska varpfugla nema tvo.

Mývatn er eitt mesta varpland anda í Evrópu og er þar að finna fjölmargar tegundir, þar á meðal húsönd og straumönd. Listi fugla sem sjá má við Mývatn telur um 50-60 tegundir og ekki er ólíkleg að sjá þar fálka á sveimi. Á leiðinni til Mývatns frá Reykjadal er fyrst ekið framhjá Másvatni, þar sem góðar líkur eru á því að sjá Himbrima. Því næst er ekið framhjá Laxá í Aðaldal þar sem hún rennur úr Mývatni, en þetta svæði árinnar er helsta búsvæði straumandar og húsandar á Íslandi og má jafnvel sjá þar gulönd líka. 

Hringferðin um Mývatn byrjar með stoppi við Álftavog þar sem leitað er meðal andahópsins að flækingsfuglum. Nálægt Skútustöðum eru margar tjarnir á víðáttumiklu votlendissvæði, sem býður upp á góða möguleika til þess að sjá margar tegundir anda, þar á meðal hávellu og einstaka skutulönd. Áfram er haldið umhverfis vatnið með viðkomu á góðum fuglaskoðunarstöðum og eins til þess að njóta fagurrar náttúru og útsýnis. Höfði er skógi vaxinn hraundrangi sem gengur út í Mývatn og eru þar góðar gönguleiðir með gott útsýni yfir hinar undarlegu hraunmyndanir í vatninu. Hér í skóginum má finna fjöldan allan af auðnutittlingum, skógarþröstum og músarrindlum, sem og sjá endur á vatninu. Á leiðinni frá Höfða að þorpinu í Reykjahlíð er horft eftir buslöndum, eins og t.d. gargönd og skeiðönd. Oft má sjá stóra hópa skúfanda, dugganda og rauðhöfðaanda við Neslandsvík. Þetta er líka gott svæði fyrir hrafnsendur og einstaka flækinga eins og ljóshöfðaönd, skutulönd og hringönd. Fuglasafn Sigurgeirs er vel staðsett við víkina, við eitt af bestu fuglaskoðunarsvæðunum við Mývatn. Síðasti viðkomustaður ferðarinnar er Álar, þar sem einnig má finna fjölbreytt fuglalíf og góðar líkur eru á því að sjá sjaldgæfari tengudir.

Ferðin tekur um 8 klst og er nesti innifalið.

Gisting á Hótel Rauðuskriðu eða Gistiheimilinu Björgum.

Duck

Dagur 3 - Laugardagur |  Húsavík - sigling

Morgninum er hægt að eyða að vild en við mælum með því að heimsækja Húsavík og kíkja þar á Hvalasafnið, Safnahúsið og Könnunarsafnið. Húsavíkurkirkja er einnig heimsóknarinnar virði.

Seinni partinn verður farið í siglingu með hvalaskoðunarfyrirtækinu Gentle Giants frá Húsavíkurhöfn til Flateyjar á Skjálfanda. Á leiðinni yfir flóann má njóta útsýnisins yfir fjöllin og sjóinn og jafnvel sjá einhverja hvali. Búið var í Flatey frá 11. öld og allt til ársins 1967 þegar síðustu íbúarnir fluttu í land. Þar er því kjörstaður fyrir fjölbreytt fuglalíf. Á varptíma er eyjan heimili meira en 30 mismunandi fuglategunda.

Bátsferðin tekur 4-5 klst, að meðtalinni ferðinni um Flatey.

Gisting á Hótel Rauðuskriðu eða Gistiheimilinu Björgum.

Whale watching

Dagur 4 - Sunnudagur |  Mývatn - frjáls dagur

Í dag er kjörið að keyra að Fuglasafni Sigurgeirs við Mývatn. Svæðið í kringum Mývatn er líklega sá staður í heiminum þar sem finna má mestan fjölda andartegunda á einu svæði. Á meðan á ferðinni stendur hefur þú frían aðgang að safninu, þar sem sjá má um 180 tegundir fugla. Við safnið eru einnig þrjú fuglaskoðunarskýli. Hálfsdags notkun á fuglaskoðunarskýli, ásamt máltíð, er innifalin í ferðinni. Vinsamlegast athugið að bóka þarf fyrirfram ákveðinn tíma í skýlinu. Tengt safninu er veitingastaður sem býður upp á hefðbundnar veitingar, svo sem hverarúgbrauð með reyktum silungi og flatbrauð með hangikjöti. Kl. 14:00 hittast fuglaskoðarar í safninu og bera saman bækur sínar um það sem sást þann daginn.

Lake Mývatn

Verð

Hægt er að velja á milli gistingar á Hótel Rauðuskriðu og Gistiheimilinu Björgum.

 Hótel Rauðaskriða - Tveggja manna herbergi með sér baði    118.400 kr. á mann  
 Hótel Rauðaskriða - Tveggja manna herbergi án baðs   103.700 kr. á mann   
 Gistiheimilið Björg - Tveggja manna herbergi án baðs   100.000 kr. á mann   

Tímabil

Vikulega frá 15. maí til 10. ágúst.

Ekki innifalið

 • Ferðir til og frá Akureyri / flugvellli

 

 

In the area