Jeppaferð í LandmannalaugarJeppaferð í Landmannalaugar

Njótið kyrrðarinnar í sunnlenskri sveitasælu við Lambastaði og komið svo með í ævintýralega 4x4 jeppaferð inn á hálendið, nánar til tekið í Landmannalaugar. Það er fátt sem slær við litadýrðinni og náttúrufegurðinni í Landmannalaugum. Grænn mosinn, ljósbrún líparít fjöllinn og svart hraunið mynda þar einstaka umgjörð á meðan slakað er á í heitri náttúrulauginni.
Í boði daglega frá 1. september til 10. október.
 

Veldu dagsetningar
Frá:64.300 kr.
hver einst.
Senda fyrirspurn

Hápunktar

 • Ævintýraleg 4x4 jeppaferð
 • Ekið yfir ár og grýtta vegi til hálendisparadísarinnar í Landmannalaugum
 • Heitar laugar og litrík líparít fjöll
 • Gisting með fögru útsýni og afslöppuðu andrúmslofti, fullkomin staðsetning til þess að skoða sig um á Suðurlandi

Innifalið

 • Gisting í 2 nætur í tveggja manna herbergi með sér baði á Gistiheimilinu Lambastöðum 
 • Morgunverður báða daga
 • 4x4 jeppaferð í Landmannalaugar - 8-9 klst
 • Leiðsögn

Dagurinn byrjar á því að ekið er að Gaukshöfða. Þaðan er gott útsýni til Heklu og yfir Þjórsárdal, sem lagðist í eyði árið 1104 eftir mikið Heklugos.
 
Áfram er ekið og stoppað við Hjálparfoss. Næsti áfangastaður er Þjóðveldisbærinn, tilgátuhús byggt á einu af stórbýlum þjóðveldisaldar þar sem gestum gefst færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf. Því næst er keyrt að Búrfellsvirkjun og skoðuð þar áhugaverð gagnvirk orkusýning sem varpar ljósi á endurnýjanlega orkugjafa, tækifæri þeim tengdum, takmarkanir og sögu nýtingar þeirra á Íslandi. 
 
Þaðan er ekið inn á hálendið, að hinum rangnefnda Ljótapolli, sem er í raun gígur sem myndaðist í gosi á 15. öld. Þar sem flestir eru á þessum tímapunkti tilbúnir til þess að teygja úr sér, annað hvort á göngu eða í heitri laug, þá verður næst keyrt í Landamannalaugar og stoppað þar í góðan tíma.
 
Landmannalaugar eru vinsæll áfangastaður á hálendi Íslands með fjölmörgum gönguleiðum. Svæðið er þekkt fyrir fegurð og óvenjulega jarðfræðilega eiginleika, svo sem litrík líparít fjöll og miklar hraunbreiður. Fjöllin umhverfis spanna vítt litróf, m.a. bleikan, brúnan, grænan, gulan, bláan, fjólubláan, svartan og hvítan.
 
Þegar allir eru endurnærðir og tilbúnir að halda áfram keyrum við um Dómadal, gróðursælan dal norður af Heklu. Að lokum komum við aftur heim að Lambastöðum. Þetta er löng og ævintýraleg dagsferð þar sem búast má við því að sjá litríkt og óvenjulegt landslag. 

Ferðalýsing

Verð

64.300 kr. á mann í tveggja manna herbergi 
99.500 kr. á mann í eins manns herbergi

 
Takið með

 • Hlý og vatnsfráhrindandi föt
 • Þægilega vatnsfráhrindandi gönguskó
 • Sundföt
 

In the area