Stutt Hestaferð hjá Skjaldarvík
Skelltu þér í hestaferð með gestgjöfunum á Skjaldarvík í í fallegu umhverfi í kringum gistiheimilið. Ferðin tekur um eina klukkustund og hentar öllum, stórum sem smáum. Í lok ferðarinnar er hægt að slaka á í stórum heitum potti með fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn. Hægt er að sækja frá Akureyri ef óskað er. Í boði allt árið.