Gönguskíðanámskeið í FljótumGönguskíðanámskeið í Fljótum

Þriggja daga gönguskíðanámskeið þar sem byrjendum jafnt sem lengra komnum gefst kostur á að eflast í gönguskíðamennsku með aðstoð reyndra skíðagöngukappa. Umgjörðin er ekki af verri endanum: undursamleg snjóakistan í Fljótum og dásamleg dvöl á Sóta Lodge. Sætafjöldi er takmarkaður og stærð hópanna tryggir að allir þátttakendur fá persónulega athygli og þjálfun.

Að skíðadegi loknum hafa þátttakendur aðgang að sundlauginni á Sólgörðum með heitum potti í næsta húsi. Boðið er upp á endurnærandi flotstundir undir víðum norðurskautshimni.

Bókaðu núna og njóttu dásamlegrar upplifunar við ysta haf á Tröllaskaga!

 • Verð á mann í eins manns herbergi: 99.900 kr.
 • Verð á mann í tveggja manna herbergi: 84.900 kr.

Dagsetningar 2022

 • 28. – 30. janúar (leiðbeinandi Sævar Birgisson) UPPSELT
 • 4. – 6. febrúar (leiðbeinandi Sævar Birgisson) ÖRFÁ SÆTI LAUS
 • 11. – 13. febrúar (leiðbeinandi Stella Hjaltadóttir) UPPSELT
 • 18. – 20. febrúar (leiðbeinandi Stella Hjaltadóttir) UPPSELT
 • 25. – 27. febrúar (leiðbeinandi Stella Hjaltadóttir) ÖRFÁ SÆTI LAUS
 • 4. – 6. mars (leiðbeinandi Stella Hjaltadóttir) UPPSELT
 • 11. – 13. mars (leiðbeinandi Sævar Birgisson) ÖRFÁ SÆTI LAUS

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

 • Allar máltíðir og síðdegishressing við komu í hús
 • Gönguskíðaleiðsögn
 • Troðin gönguskíðabraut - hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum
 • Skíðaæfingar
 • Kennsla í umhirðu búnaðar
 • Fyrirlestrar
 • Gisting á Sóta Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni Sólgörðum - örfá skref frá gistingu
 • Endurnærandi flotstundir og vatnateygjur

Ekki innifalið

 • Gönguskíðabúnaðaur
 • Áfengir drykkir
 • Slysatrygging
 • Akstur

Taktu með

 • Gönguskíði og skó
 • Gönguskíðastafi
 • Fatnað til útivistar
 • Höfuðljós
 • Sundföt

Ferðalýsing

Dagur 1 - Föstudagur

15:00-16:00: Gestir mæta og koma sér fyrir

16:15: Kynning á dagskrá, fyrsta skíðaæfingin

18:30: Sundlaugin á Sólgörðum, endurnærandi flotstund og vatnateygjur

19:30: Þriggja rétta kvöldverður og huggulegheit að hætti hússins

Dagur 2 - Laugardagur

8:00: Morgunmatur

10:00: Skíðaganga og kennsla í umhirðu skíðabúnaðar. Hádegisverður úti í náttúrunni.

17:00: Sundlaugin á Sólgörðum, endurnærandi flotstund og vatnateygjur

19:30: Þriggja rétta kvöldverður og huggulegheit að hætti hússins

Dagur 3 - Sunnudagur

8:00: Morgunmatur

10:00: Skíðaganga í náttúru Fljóta

13:00: Hádegismatur og brottför

 

í nágrenni