Göngur og gæðastundir á LanganesiGöngur og gæðastundir á Langanesi

Ferð um friðsæla byggð sem einu sinni var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist er í fimm nætur í notalegum íbúðum. Heitur og kaldur pottur undir húsveggnum. Söngur í vitum og sögur á kvöldin.

Allt fæði innifalið (morgunmatur, nesti og kvöldmatur), auk þess akstur, leiðsögn, aðgangseyrir og göngukort af svæðinu. Rómaðar afurðir beint frá býli; gæðakjöt af býlinu, silungur úr lóninu, egg, rabbarbari og fleira.

Erfiðleikastig ferðarinnar er tveir skór. Á köflum er gengið um óslétt land og þýfða móa og þurfa þátttakendur að vera í góðri gönguþjálfun.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Í nágrenni

 • Ríkulegt fuglalíf
 • Þórshöfn 14 km
 • Skoruvíkurbjarg 22 km
 • Fræðasetur um forystufé 42 km
 • Heimskautsgerðið á Raufarhöfn 76 km
 • Selárdalslaug 79 km
 • Kópasker 85 km

Innifalið

 • 5 morgunverðir
 • 4 nestispakkar
 • 5 tvíréttaðir kvöldverðir
 • Aðgangur & kaffi á safni
 • Leiðsögn alla daga
 • Akstur
 • Kvöldvökur

Taktu með

 • Gönguskór
 • Göngustafir ef vill
 • Útivistarfatnaður
 • Regnföt

Ferðalýsing

Dagur 1 │ Mæting, kvöldverður og fræðslufundur

Mæting á Gistiheimilið Ytra Lón á Langanesi þar sem þátttakendur koma sér fyrir. Yfir gómsætum kvöldverði byrjar fólk að kynnast og kl. 20:00 er fræðslustund og farið yfir dagskrá næstu daga.

Dagur 2 │ Frá Sauðanesi að Grenjanesvita (9km)

Gengið frá Sauðanesi út í Grenjanesvita. Á leiðinni eru margvísleg mannvirki og menningarminjar. Í lok ferðar er komið við í Sauðaneshúsi í kaffi og rjómapönnukökur, síðan haldið heim að Ytra Lóni þar sem pottarnir og kvöldmaturinn bíða. (9 km)

Dagur 3 │ Eyðibýlahringur (15 km)

Gengið um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar, gróðurinn, fuglana og fjöllin. (15 km)

Opna allt

Dagur 4 │ Fjörur, rekaviður og melir (16 km)

Gengið með sjónum frá Lambanesi út að Heiðarhöfn, um Heiðarnesið og til baka eftir Messumelnum. Rekaviður og fallegar fjörur, fullar af lífi. (16 km)

Dagur 5 │ Hrolllaugsstaðir - Skálar (12 km, 130 m hækkun)

Ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðaðar. Síðan niður í Hrolllaugsstaði en þaðan er gengið um Kumblavík og Skálabjarg að eyðiþorpinu Skálum. Frá Skálum er ekið út á Font, komið við á Skoruvíkurbjargi sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Ekið til baka að Ytra Lóni. Þetta síðasta kvöld verður slegið upp góðri veislu með ýmsu glensi og gamni. (12 km, hækkun 130 m)

Dagur 6 │ Kveðjustund

Eftir morgunmat er haldið heim á leið.

 

í nágrenni