Náttúra & núvitund - 5 dagarNáttúra & núvitund - 5 dagar

Kíktu á kjálkann í sumar og njóttu gönguferða með heimamönnum í stórbrotinni náttúru vestfirsku alpanna. Við hefjum göngudagana í Seljadalsskógi, þar sem við tökum stuttan gönguhring upp með Seljadalsánni og njótum ár- og fossaniðar á leiðinni, fáum sögustund í Þormóðslundi, tökum nokkrar góðar jógateygjur og slökun og setjum okkur góðan ásetning fyrir stóru göngudagana. Meðal annars verður gengið eftir hinni vinsælu Vesturgötu frá Stapadal um Lokinhamra í Svalvoga, þar sem rútan bíður. Á heimleiðinni verður stoppað við hinn ægifagra foss Dynjanda. Einnig verður tekin létt ganga frá Selárdal út í Verdali og stoppað við Riddarann á heimleiðinni. Í ferðinni, verður gengið á Byltuna, þaðan sem einstakt útsýni er yfir Arnarfjörðinn og þorpið á Bíldudal. Allt fer þetta þó eftir því sem veður og aðstæður leyfa, en það eru endalausir möguleikar á styttri og lengri gönguferðum á svæðinu. Þú þarft bara að slappa af, njóta og láta okkur um að stjórna ferðinni. Gist er á Gistihúsinu við Höfnina á Bíldudal.

Það er hin ofurhressa Guðrún J. Kristjánsdóttir, jógakennari og leiðsögumaður sem leiðir göngur og jóga í samstarfi við Fríðu og Gumma á Gistihúsinu við Höfnina. Guðrún er fædd og uppalin á Ingjaldssandi, fallegum dal á Vestfjörðum. Hún er menntuð leiðsögukona og jógakennari og nýtur sín best í vestfirskri náttúru þar sem hún þekkir fjöllin, örnefnin og getur sagt sögur af fólki og fyrirbærum náttúrunnar.

Þú þarft að hafa úthald í langa göngudaga, allt að 17 km göngur og gangan á Byltu er með hækkun um 340 m í 640 m. Göngurnar eru á bilinu 2-3 skór.

14.-18. júlí 2021 

Skoða 4 daga göngu- og jógaferð

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Hápunktar

  • Stórbrotin vestfirsk náttúrufegurð
  • Gönguferðir og jóga
  • Njótum náttúrunnar og göngum í núinu
  • Jógateygur á vel völdum stöðum

Innifalið

  • Gisting á Gistihúsinu við Höfnina
  • Morgunverður, kvöldverður og nesti í gönguferðum
  • Gönguleiðsögn og rútuferðir þegar við á

Taktu með

  • Gönguskó
  • Göngupoka
  • Viðeigandi fatnað
 

í nágrenni