Gönguævintýri í óbyggðum | ÓbyggðasetriðGönguævintýri í óbyggðum | Óbyggðasetrið

Faðmvíðar óbyggðirnar norðan Vatnajökuls bjóða upp á fjölbreyttar dagleiðir fyrir gönguhópa. Í þessari 4 daga ferð má upplifa hrikaleg gljúfur, fallega fossa, gróin heiðarlönd, hörfandi jökla og stöndug fjöll. Villt hreindýr gætu orðið á vegi okkar á göngunni um víðernin. Heitar laugar, einstakt baðhús með saunu og slökunarrými og gisting með upplifun og öllum helstu þægindum gera þetta að draumagönguferðinni. Lágmarksaldur þátttakenda er 14 ára.

Vinsamlegast hafið samband ef áhugi er á ferð á öðrum dagsetningum en þeim sem eru í boði í vefsölu.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Merktar gönguleiðir

Innifalið

 • Gisting í Óbyggðasetrinu í herbergi með sameiginlegu baði. Verð er gefið upp á mann í tveggja manna herbergi.  
 • Leiðsögn
 • Aðgangur að baðhúsi/heitri laug/gufubaði og sýningu um óbyggðirnar
 • Fullt fæði á meðan á ferð stendur (morgunverður, nesti og kvöldverður)
 • Gosdrykkir og áfengir drykkir eru ekki innifaldir

Búnaður

 • Hlý föt
 • Ullarföt sem innsta lag
 • Góða vettlinga
 • Húfu
 • Buff
 • Sólgleraugu
 • Góða ullarsokka
 • Vind- og vatnsheldar utanyfirbuxur
 • Skeljakka
 • Góða gönguskó
 • Lítinn dagpoka fyrir nesti dagsins
 • Lítinn hitabrúsa
 • Vatnsbrúsa
 • Göngustafi
 • Esjubrodda (fyrir gönguna á Snæfell)

Ferðalýsing

Dagur 1. Fossagangan

Í Jökulsá í Fljótsdal er fjöldi fossa af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir neðstu eru skammt fyrir innan eyðibýlið Kleif og á leiðinni upp á hálendið má sjá fjölda mikilfenglegra fossa. Fossagangan hefst við Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal. Fyrst er komið að kláfnum sem var endurbyggður yfir Jökulsánna. Dagleiðin er um 6 klukkustunda ganga um afar fallegt svæði meðfram Jökulsá í Fljótsdal. Áin rennur víða í litríkum gljúfrum og liggur gegnum Kleifarskóg, náttúrulegan birkiskóg sem gaman er að fara um. Nokkrar líkur eru á að rekast á hreindýr á leiðinni. Þegar inn á hásléttuna er komið bíða göngufólks heitar náttúrulaugar við fjallahótelið Laugarfell.

Lengd 16 km

Hækkun um 500 metrar

6-7 tímar

Dagur 2. Snæfell

Snæfell er hæsta fjall utan jökla á Íslandi. Leiðin krefst þó ekki sérútbúnaðar á þessum tíma árs og er nokkuð greiðfær. Útsýnið af fjallinu er magnað, hvert sem litið er, inn á Vatnajökul sem og yfir stærstu óbyggðu víðerni Norður-Evrópu, Eyjabakka, Vesturöræfi og austur í Hraun. Við réttar aðstæður getur fólk leikið sér að því að renna sér niður ákveðnar brekkur sem gerir niðurleiðina auðveldari og skemmtilegri.

Lengd 14 km.

Hækkun um 1000 metrar

7-8 tíma ganga

Dagur 3. Hafrahvammagljúfur - Laugarvalladalur

Ekið er vestur yfir Kárahnjúkastíflu og þaðan hefst gangan niður í gljúfrin. Gljúfrið er eitt það dýpsta á landinu um 200 metra djúpt. Eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka er hægt að ganga inn gljúfrin og uppgötva þar nýja veröld. Vaða þarf læki á þessari leið. Gaman er að kíkja við í Magnahelli. Eftir gönguna er komið við í Laugarvalladal þar sem hægt er að fara í náttúrlega heita sturtu í fallegu umhverfi en í Laugarvalladal var til skamms tíma heiðarbýli með merkilega sögu.

Hækkun 300 metrar

7 tímar alls

Opna allt

Dagur 4. Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur er stærstur skóga á Íslandi. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði í fjölbreyttu landslagi. Þar er að finna um 40 km af gönguslóðum með fallegu útsýni. Gengið er upp frá Hússtjórnarskólanum, fram hjá steindranganum Kerlingu, út og upp Hóla, gömlu reiðgöturnar neðan við Hallormsstaðabjarg og upp á Bjargið ofan við skóginn. Þaðan er fagurt útsýni inn til Snæfells, yfir skóginn og Lagarfljótið.

 

í nágrenni