Skíðatilboð hjá Lamb Inn! Tilboð á gistingu og morgunverði í tvær nætur og einn 3ja rétta kvöldverður (drykkir ekki innifaldir) á Lamb Inn sem er hlýlegt gistiheimili og veitingastaður í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km suður af Akureyri. Verð fyrir tveggja manna herbergi er 36.800,- kr.
Öll herbergin eru með sér baðherbergi og hægt er að nota snertilausa afgreiðslu við innskráningu á gistiheimilið.
Öruggt umhverfi í sveitinni og heillandi útsýni yfir byggðina og formfögur fjöll. Á staðnum er upphituð geymsla fyrir skíðabúnað og vinnuherbergi fyrir viðhald og viðgerðir. Innifalið er aðgangur að heitum potti með fallegri fjallasýn. Bar og matur á Fimbul Café.