Gisting og golf á Hótel Laxárbakka │ VesturlandGisting og golf á Hótel Laxárbakka │ Vesturland

Gisting á Hótel Laxárbakka í notalegum herbergjum með sér baði, eldunaraðstöðu og svölum ásamt morgunverðarhlaðborði og golfi á Garðavelli Akranesi á tilboðsverði 22.900,- fyrir tvo eða 11.450,- á mann í tveggja manna herbergi. Verð fyrir einbýli 17.900,-.

Golfhringur á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sem er einn besti golfvöllur landsins með glæsilegu klúbbhúsi. 

Hótel Laxárbakki stendur á bökkum Laxár, við þjóðveg 1, skammt frá ósum Laxár við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit, aðeins 12 km frá Akranesi og 20 km frá Borgarnesi. Á staðnum er veitingastaður opinn frá morgni til kvölds. Fjölbreytt úrval afþreyingar í næsta nágrenni og ekki lengi verið að aka til allra helstu ferðamannastaða á Vestur- og Suðvesturlandi. 

Gildistími: 10. júní - 15. september 2021.

Nánar um gistinguna á Hótel Laxárbakka

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Hápunktar

  • Golf á Garðavelli Akranesi
  • Veitingastaður á staðnum
  • Paradís fuglaáhugafólks
  • Fjölbreyttar gönguleiðir í næsta nágrenni

Innifalið

  • Gisting í tveggja manna herbergi með baði
  • Morgunverðarhlaðborð
  • Golf á Garðavelli Akranesi
 

í nágrenni