Sveitasæla á Snorrastöðum │ VesturlandSveitasæla á Snorrastöðum │ Vesturland

Tilboð á gistingu í 4-5 manna bústað í þrjár nætur á kr. 51.000,-. Innifalið í tilboðinu eru rúmföt og heimsókn til dýranna á bænum í fylgd og samráði við bónda.

Snorrastaðir bjóða upp á gistingu í fallegu og notalegu umhverfi, umvafið náttúruperlum. Fallegar og þægilegar gönguleiðir við allra hæfi, t.d. á Eldborg eða niður í fjöru. Dýrin á bænum bjóða gestum í heimsókn í fylgd með bónda. Snorrastaðir eru vel staðsettir með tilliti til áhugaverðra staða, sem dæmi má nefna dagsferð um Snæfellsnes, inn í Dali eða upp í Borgarfjörð. 

Nánar um gistinguna á Snorrastöðum

Gildistími frá 8. júní - 31. ágúst 2020.

Veldu dagsetningar
Frá:12.750 kr.
hver einst.
Bóka

Hápunktar

  • Fallegt og notalegt umhverfi
  • Gönguleiðir við allra hæfi
  • Margir áhugaverðir staðir í nágrenninu á t.d. Snæfellsnesi og í Borgarfirði

Innifalið

  • Gisting í bústað í þrjár nætur fyrir 4-5
  • Rúmföt
  • Heimsókn til dýranna á bænum í fylgd og samráði við bónda

Á Snæfellsnesi má bæði finna náttúruperlur á borð við Djúpalónssand, Arnarstapa, þar sem líka er auðugt fuglalíf, Kirkjufell, Helgafell og Gerðuberg. Þá er hægt að fara í siglingu um Breiðafjarðareyjarnar og/eða hvalaskoðun frá Ólafsvík. Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn svíkur engan og einnig eru fleiri áhugaverð söfn í Stykkishólmi. Snæfellsnesið státar einnig af mörgum mjög góðum veitingastöðum sem margir hverjir vinna með hráefni úr sínu nærumhverfi. Góður golfvöllur er í Görðum/Langaholti, Ólafsvík og Stykkishólmi. Selaskoðun í Ytri Tungu er alltaf vinsæl. Margar fallegar gönguleiðir eru einnig á Snæfellsnesi, t.d. á Búðum, sem er með fallegri stöðum. Þetta og ótal margt fleira má finna sér til afþreyingar á Snæfellsnesi.

Að keyra inn í Dali frá Snorrastöðum um Heydal og Skógarströnd er tilvalið fyrir ísrúnt á Rjómabúið að Erpsstöðum. Þaðan er hægt að keyra inn í Haukadal og skoða Eiríksstaði og fá að sjá hvernig búskaparhættir voru á árum áður. Keyra svo um Bröttubrekku og Norðurárdal niður í Borgarnes og enda daginn þar á góðum veitingastað áður en haldið er aftur heim í bústað á Snorrastöðum, þar sem heiti potturinn bíður.
Borgarfjörðurinn býður upp á ótal möguleika og endalausa afþreyingu. Sundlaugar eru t.d. í Borgarnesi, Kleppjárnsreykjum, Húsafelli og Hreppslaug í Skorradal. Á Hvanneyri er Búvélasafnið og Ullarselið, sem er með handverk kvenna úr héraði. Landnámssetrið í Borgarnesi býður upp á sýningar og þar er einnig mjög góður veitingastaður. Ljómalind í Borgarnesi er markaður handverksfólks í héraðinu, bæði með mat og hannyrðir. Margar mjög fallegar og góðar gönguleiðir eru um allan Borgarfjörð, bæði um fjöll og flatlendi. Þetta er aðeins brot af því sem má finna í næsta nágrenni við okkur á Snorrastöðum.

 

í nágrenni