Fossaleiðin | Gönguferðir hjá Óbyggðasetrinu AusturlandiFossaleiðin | Gönguferðir hjá Óbyggðasetrinu Austurlandi

Fossagangan er sannkölluð upplifunarganga meðfram Jökulsá, því á leiðinni er fjöldinn allur af fossum. Tilvalin byrjun á deginum er heimsókn í Óbyggðasetrið, áður en haldið er í gönguferðina sem hefst við eyðibýlið Kleif. Fljótlega eftir upphaf leiðarinnar er komið að lægsta fossinum, en eftir því sem líður á gönguna kemur hver fossinn á fætur öðrum í ljós. Þeir ævintýraþyrstu geta skorað lofthræðsluna á hólm og skellt sér með kláfnum yfir jökulána. Göngutími um 6 klst. og vegalengd 16 km. Eftir endurnærandi göngu er tilvalið að skella sér í heitu laugina, en þjóðsagan segir að vatnið hafi lækningamátt. 

Óbyggðasetrið stendur fyrir gönguferðunum um Fossaleiðina á tímabilinu 12. júní - 30. september. 

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Hápunktar

 • Friðsæl ganga utan alfaraleiðar
 • Stórbrotin náttúra og fallegir fossar
 • Njóttu þess að slappa af í náttúrulaug
 • Saga og hefðir

Innifalið

 • Flug Reykjavík - Egilsstaðir - Reykjavík
 • Leiðsögn
 • Aðgangseyrir í Óbyggðasetrið og í laugina
 • Hádegisverður

Valfrjálst

 • Ferðir til og frá flugvelli
 • Gisting í Óbyggðasetrinu fyrir eða eftir göngu

Takið með

 • Regnjakka
 • Regnbuxur
 • Hlýja peysu, ullarpeysu eða flís
 • Vettlinga
 • Buff og/eða húfu
 • Skó sem henta undirlaginu (t.d. létta gönguskó)
 • Sundföt og handklæði
 • Vatnsflösku
 • Myndavél (eða bara símann)

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 2 manns 

Aldurstakmark: 10 ára  

Óbyggðasetrið er aðili að Hey Ísland 

 

í nágrenni