Heimsókn í Havarí fyrir hópa | Havarí AustfjörðumHeimsókn í Havarí fyrir hópa | Havarí Austfjörðum

Bjóddu hópnum þínum upp á skemmtilega og fróðlega heimsókn á nútíma bóndabæ. Hjónin Svavar og Berglind, flutt frá Reykjavík árið 2014 og settust að á Karlsstöðum á Austfjörðum. Síðan þá hafa þau verið að gera upp og breyta fjósinu í aðstöðu fyrir lífræna matarsmiðju, fjárhúsið hefur fengið hlutverk gistihúss og hlaðan er orðin kaffihús og viðburðarsetur, allt í senn. Svavar þekkja reyndar margir Íslendingar, enda þekktur tónlistarmaður og hann kemur fram undir nafninu Prins Póló. Innifalið í verðinu er ljúffeng súpa dagsins með heimabökuðu brauði, kaffi eða tei.

Í boði maí - september. 

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Innlit á nútímalegan íslenskan sveitabæ 
  • Ljúffeng súpa dagsins, ásamt kaffi/te. 

Hápunktar

  • Upplifðu nýstárlega búskaparhætti
  • Tenging við vinalega og frjálslynda heimamenn 
  • Njóttu ljúffengrar máltíðar úr fersku hráefni 

Taktu með

  • Bros og góða skapið! 
 

í nágrenni