Upplifðu og smakkaðu hjá Kaffi Kú - leiðsögn um nútímafjós
Leiðsögn um eitt tæknilegasta fjósið sem til er í dag, rétt fyrir utan Akureyri. Við byggingu fjóssins var mikið lagt upp úr velferð dýranna og við getum ekki beðið eftir að sýna gestum og gangandi hvað okkur tókst vel til. Gestir finna strax hvað kúnum líður vel, enda hefur mjólkurframleiðslan aukist. Kýrnar liggja á þar til gerðum dýnum, þær fá nudd og geta farið í mjólkur róbótinn þegar að þeim hentar. Hér er því hægt að sjá hvernig íslensk uppfinning nýtist á nútímalegu fjölskyldureknu sveitabýli og ekki verra að fá að fræðast um íslensku kýrnar í leiðinni, búskap almennt og mjólkurframleiðslu. Fáðu að smakka ferska mjólk, beint úr kúnni og heimsóttu kálfana. Frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna.
Gæludýr eru einnig velkomin á Kaffi Kú.
Opið allt árið.