Vertu bóndi í 1 dag | Stóra-Ásgeirsá | NorðurlandVertu bóndi í 1 dag | Stóra-Ásgeirsá | Norðurland

Hefur þig lengi dreymt um að vera bóndi? Þá gefst hér einstakt tækifæri til að upplifa íslensku sveitina og taka fullan þátt í daglegum sveitastörfum. Hittu heimamenn og kynnstu ekta íslenskri menningu, njóttu þess að umgangast dýrin og taktu þátt í hefðbundnum verkefnum dagsins, allt eftir þínum óskum og árstíma. Innifalin er gisting, máltíðir, þátttaka í sveitastörfum, og ekki síst, minningarnar sem hægt er að ylja sér við það sem eftir er. 

Bókanlegt allt árið þar sem sveitastörfin eru fjölbreytt. Hægt er að bóka 2 - 3 daga / 1 - 2 nætur. 

Veldu dagsetningar
Frá:17.250 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

 • Gisting í 1 nótt
 • Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður 
 • Klukkustundar reiðtúr 
 • Tækifæri til þátttöku með ábúendum í daglegum verkefnum á bænum

Hápunktar

 • Innsýn í daglegt líf á íslenskum bóndabæ 
 • Reynsla af sveitastörfum
 • Sögur og ábendingar heimamanna um nánasta umhverfi 

Sveitastörfin

 • Á haustin: Smölun, skepnunum gefið (endur, hænur, kindur, geitur), og eggjatínsla hjá hænum og öndum.
 • Á veturna: Skepnunum gefið (endur, hænur, kindur, geitur), og eggjatínsla hjá hænum og öndum.   
 • Á vorin: Sauðburður, skepnunum gefið (endur, hænur, kindur, geitur), og eggjatínsla hjá hænum og öndum.   
 • Á sumrin: Skepnum sem ekki ganga úti gefið (hestum, öndum, hænum, geitum, kálfum, svínum), og eggjatínsla hjá hænum og öndum. 

Takið með

 • Fatnað sem henta tilefninu 
 • Myndavél (eða bara símann) 
 • Rétta hugarfarið fyrir ævintýri
 

í nágrenni