Sauðburður að vori | Stóra-ÁsgeirsáSauðburður að vori | Stóra-Ásgeirsá

Mörgum finnst vorið vera besti tíminn í sveitinni, enda gróðurinn að taka við sér og allt að lifna við. Grasið grænkar, blómin fara að blómstra, fuglar verpa og ekki síst, ungviðið kemur í heiminn. Bændurnir að Stóru-Ásgeirsá bjóða þig velkomin í sauðburð og hér gefst tækifæri til að bæði upplifa og taka þátt í sauðburðinum. Þú munt sjá lömbin koma í heiminn, færð jafnvel tækifæri til að aðstoða við burðinn og síðan taka þátt í daglegum störfum á bænum. Innifalið í þessari einstöku upplifun er gisting, máltíðir, þátttaka í sauðburðinum og minningar sem munu framkalla bros jafnvel löngu seinna. Á leiðinni á bæinn er jafnvel hægt að nýta ferðina í fleiri upplifanir, en gert er ráð fyrir að þátttakendur komi sér sjálfir á staðinn. 

Hægt er að velja hvort gist er í 1 - 3 nætur. Einungis í boði í maí mánuði. 

Veldu dagsetningar
Frá:17.250 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Gisting í 1 nótt á bóndabænum Stóru Ásgeirsá
  • Morgunverður, nasl, léttur hádegisverður og kvöldverður  
  • Kynning á hefðbundnum búskaparháttum
  • Þátttaka í sauðburði

Hápunktar

  • Tækifæri til að aðstoða og upplifa sauðburð
  • Taka á móti nýfæddum lömbum

Taktu með

  • Föt sem hæfa tilefninu, þ.e. sem mega verða óhrein
  • Myndavél (eða bara símann) 
 

í nágrenni