Reiðnámskeið fyrir börn á Skjaldarvík
Þetta er frábært tækifæri fyrir börnin þín til að kynnast íslenska hestinum, læra grunnatriðin í reiðmennsku og umhyggju fyrir dýrunum. Við látum börnin bursta hestana og gefa þeim smá brauð áður en haldið er í reiðtúr. Eftir stuttan reiðtúr er boðið upp á heitt súkkulaði og köku. Þeim sem hafa tíma er jafnframt boðið upp á að slaka á í heita pottinum eftir viðburðaríkan dag.
Í boði frá maí til október.