Eyðibýlaganga Óbyggðasetursins
Njóttu þess að fá fjölskylduna með í gönguferð að eyðibýlinu Kleif þar sem nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að drekka í sig stórfenglegt umhverfið og fá sér heitt súkkulaði eða kaffi. Þeir hugrökkustu geta jafnvel skorað lofthræðsluna á hólm og látið sig gossa yfir Jökulsána í endurbyggða kláfnum. Gönguferðin tekur um 3 - 4 klst og hefst við Óbyggðasetrið. Gengið er samtals um 6 km í stórbrotnu landslagi.
Óbyggðasetrið stendur fyrir gönguferðunum á tímabilinu 14. júní - 6. september.