Vetrarheimsókn í Friðheima - FriðheimarVetrarheimsókn í Friðheima - Friðheimar

Á köldum og dimmum vetrardegi er sérstaklega notalegt að koma í Friðheima. Hlý og björt gróðurhúsin taka vel á móti gestum - og það gera hestarnir í hesthúsinu líka. Auk þess að fá leiðsögn um gróðurhúsin er hesthúsið einnig heimsótt þar sem fræðst er um íslenska hestinn og einn hestur í reið er sýndur. Ef gróðurhúsin ein og sér ná ekki vetrarhrollinum úr gestum er hægt að setjast niður á veitingastaðnum og fá sér heita og bragðmikla tómatsúpu að hætti Friðheima ásamt nýbökuðu brauði. 

Í boði frá október til apríl. 

Lágmarksfjöldi er 10 manns. 

Veitingastaðurinn í gróðurhúsinu er opinn alla daga frá kl. 12-16 allt árið um kring, að undanskildum 24., 25. 31. desember og 1. janúar. 

Veldu dagsetningar
Frá:2.500 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Þjónusta

  • Gæða- / umhverfisvottun

Staðsetning

Friðheimar, Reykholti í Biskupstungum

Hápunktar

  • Hlý og björt gróðurhúsin, sama hvernig viðrar
  • Ferskir tómatar allt árið
  • Heimsókn í hesthúsið

Innifalið

  • Heimsókn í gróðurhúsin
  • Heimsókn í hesthúsið
  • Stutt gangtegundasýning

Valkvætt

  • Hádegisverður á veitingastaðnum (opið allt árið)
  • Matarminjagripir úr litlu tómatabúðinni

Verð

Hópar 10+ manns
2.500 kr. á mann


Áætlun

Í boði frá 1. maí til 30. september
Daglega eftir pöntun - bóka þarf með fyrirvara

Veitingastaðurinn og Litla tómatbúðin eru opin allt árið fyrir einstaklinga og hópa milli kl. 12 og 16.
Hægt er að líta á gróðurhúsin og njóta góðra veitinga þar sem tómatar mynda rauða þráðinn.

 

í nágrenni