Rúningur og ullarvinnslaRúningur og ullarvinnsla

Lærið allt um hefbundna ullarvinnslu í þessari 2-3 klst. heimsókn á Bjarteyjarsand. Kíkt er í fjárhúsin og fylgst með rúningi, fræðst um hina sérstöku íslensku ull og að lokum fá gestir að spreyta sig á því að kemba, spinna, þvo og prjóna. Á Bjarteyjarsandi eru um 600 kindur á vetrarfóðrun og hægt er að versla matvöru beint frá býli, ásamt ýmsu handverki, í sveitaversluninni á bænum. Í boði í nóvember og mars.

Veldu dagsetningar
Frá:4.800 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Staðsetning

Bjarteyjarsandur, Hvalfirði

Hápunktar

  • Hefðbundin íslensk ullarvinnsla
  • Heimsókn í fjárhúsin
  • Gestir fá að spreyta sig sjálfir á ýmsum þáttum ullarvinnslunar

Innifalið

  • Persónuleg leiðsögn
  • Almenn fræðsla um íslenska ull og ullarvinnslu

Verð

4.800 kr. á mann
2.400 kr. fyrir 13 ára og yngri


Áætlun

Eingöngu í boði í nóvember og mars
Daglega eftir pöntun - bóka þarf með lágmark 1 dags fyrirvara

Fyrir bæði einstaklinga og hópa 2 - 60 manns

 

í nágrenni