LambaknúsLambaknús

Að sjá lömbin koma í heiminn og taka sín fyrstu skref á óstyrkum fótunum er ógleymanleg upplifun. Á Bjarteyjarsandi fæðast yfir þúsund lömb á hverju vori og er því nóg um að vera í fjárhúsunum á meðan á sauðburði stendur. Bændurnir á Bjarteyjarsandi bjóða gestum að koma í heimsókn á þessum sérstaka tíma og rölta með þeim um bæinn og ekki síst fjárhúsin. Aldrei að vita nema hægt sé að knúsa eitt og eitt lamb! Í boði í maí.

Veldu dagsetningar
Frá:3.000 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Staðsetning

Bjarteyjarsandur, Hvalfirði

Hápunktar

  • Að sjá lamb koma í heiminn og taka sín fyrstu skref 
  • Persónuleg leiðsögn um fjárhúsin og nánasta umhverfi
  • Að skoða öll hin dýrin á bænum: Hænurnar, svínin, hundana, kettina og kanínurnar

Annað í boði

  • Verslun með vörur beint frá býli
  • Ýmislegt handverk úr ull, tré, leir og gleri
  • Matvara, t.d. lamba- og svínakjöt eða egg úr frjálsum hænum

Verð

3.000 kr. á mann
1.800 kr. fyrir 13 ára og yngri


Áætlun

Eingöngu í boði í maí
Daglega eftir pöntun - bóka þarf með lágmark 1 dags fyrirvara

Fyrir bæði einstaklinga og hópa 2 - 25 manns
Stærð hópa er takmörkuð á þessum viðkvæma tíma 

 

í nágrenni